Advania býður fjölbreyttar lausnir og þjónustu, sem svara kröfum og þörfum liðlega sjö þúsund viðskiptavina í atvinnulífinu. Lausnaframboð Advania spannar upplýsingatækni frá A til Ö.
Meðal viðskiptavina Advania eru mörg stærstu og öflugustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Jafnframt hefur Advania sterka stöðu á neytenda-markaði með um þriðjungs markaðshlutdeild. 
Advania er eitt örfárra fyrirtækja í þekkingariðnaði með starfsemi sem vottuð er samkvæmt alþjóðlegu gæða- og öryggisstöðlunum ISO 9001 og 27001. Gildi fyrirtækisins eru ástríða, snerpa og hæfni.

Efst í huga

Helmingur Íslendinga nefna Advania þegar þeir eru spurðir um hvaða upplýsingatæknifyrirtæki kemur fyrst upp í hugann.

Alþjóðleg starfsemi

Hjá Advania starfa um eitt þúsund manns á 17 stöðum í þremur löndum. Við erum níunda stærsta upplýsingatæknifyrirtækið á Norðurlöndum.